Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn barnungri frænku en gengur laus á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 15:06 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að nóg væri að manninum væri gert að sæta farbanni á meðan framsal hans væri til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi í heimalandi sínu í Evrópu fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri frænku sinni hefur verið úrskurðaður í farbann. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en dómstólar hér á landi höfnuðu kröfunni. Yfirvöld í heimalandi mannsins óskuðu eftir að hann yrði handtekinn og framseldur til Ítalíu til að hægt væri að láta hann afplána fangelsisrefsinguna. Endanlegur dómur yfir manninum ytra var staðfestur í júní 2020. Samkvæmt handtökuskipuninni var maðurinn sakfelldur fyrir að nauðga frænku sinni með ofbeldi og hótunum. Ríkissaksóknari hér á landi fól lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum í ljósi alvarleika brotanna. Til vara var krafist sjötíu daga farbanns yfir honum þar sem talið var að hann myndi reyna að komast úr landi eða koma sér undan með öðrum hætti. Maðurinn er sagður án lögheimilis og með lítil tengsl við Ísland þrátt fyrir að hann hafi verið hér á landi frá því í febrúar árið 2014 og hann búi hér með konu sinni. Hann hafi jafnframt stundað atvinnu á Íslandi. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á að hætta væri á að maðurinn reyndi að komast úr landi eða forða sér. Þrátt fyrir það taldi hann ekki sýnt fram á að nauðsynlegt væri að hann sætti gæsluvarðhaldi. Farbann væri fullnægjandi til að koma í veg fyrir að hann kæmi sér undan. Lögreglustjórinn skaut málinu til Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms á mánudag. Maðurinn sætir því farbanni til 30. nóvember. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Yfirvöld í heimalandi mannsins óskuðu eftir að hann yrði handtekinn og framseldur til Ítalíu til að hægt væri að láta hann afplána fangelsisrefsinguna. Endanlegur dómur yfir manninum ytra var staðfestur í júní 2020. Samkvæmt handtökuskipuninni var maðurinn sakfelldur fyrir að nauðga frænku sinni með ofbeldi og hótunum. Ríkissaksóknari hér á landi fól lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum í ljósi alvarleika brotanna. Til vara var krafist sjötíu daga farbanns yfir honum þar sem talið var að hann myndi reyna að komast úr landi eða koma sér undan með öðrum hætti. Maðurinn er sagður án lögheimilis og með lítil tengsl við Ísland þrátt fyrir að hann hafi verið hér á landi frá því í febrúar árið 2014 og hann búi hér með konu sinni. Hann hafi jafnframt stundað atvinnu á Íslandi. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á að hætta væri á að maðurinn reyndi að komast úr landi eða forða sér. Þrátt fyrir það taldi hann ekki sýnt fram á að nauðsynlegt væri að hann sætti gæsluvarðhaldi. Farbann væri fullnægjandi til að koma í veg fyrir að hann kæmi sér undan. Lögreglustjórinn skaut málinu til Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms á mánudag. Maðurinn sætir því farbanni til 30. nóvember.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira