Fótbolti

Banana kastað í Richarlison eftir að hann skoraði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison skoraði sitt sautjánda landsliðsmark fyrir Brasilíu í gær.
Richarlison skoraði sitt sautjánda landsliðsmark fyrir Brasilíu í gær. getty/Jean Catuffe

Tottenham-maðurinn Richarlison varð fyrir ógeðfelldum kynþáttafordómum í vináttulandsleik Brasilíu og Túnis í París í gær.

Richarlison kom Brasilíu í 2-1 á 19. mínútu. Þegar hann fagnaði marki sínu var ýmsuð hlutum kastað í áttina að honum, meðal annars banana.

Eftir leikinn birti Richarlison færslu á Twitter þar sem hann kallaði eftir harðari refsingum við kynþáttafordómum.

„Svo lengi sem það er bara bla, bla, bla og þeir refsa ekki fyrir þetta heldur þetta áfram svona, gerist alls staðar og alla daga,“ skrifaði Richarlison.

Brasilía vann leikinn 5-1. Auk Richarlisons skoruðu Ralphinha (2), Neymar (víti) og Pedro fyrir Brassa sem líta afar vel út fyrir HM sem hefst í nóvember.

Richarlison hefur verið iðinn við kolann með brasilíska landsliðinu en hann hefur skorað sjö mörk í sex leikjum fyrir það á þessu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.