„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:00 Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U21 árs landsliðsins. Vísir/Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði. „Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira
„Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira