Innlent

Um tvö þúsund manns mættu í bólu­setningu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sumir fengu sprautu í báðar hendur.
Sumir fengu sprautu í báðar hendur. Vísir/Vilhelm

Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu.

Í heildina voru um 3.200 skammtar veittir í dag - flestir gegn inflúensu. Opið verður í bólusetningar í Höllinni fyrir alla yfir sextugu í þessari viku og næstu - og einnig á heilsugæslustöðvum víða um land. Eftir þann tíma geta aðrir mætt. 

Um níutíu þúsund skammtar af inflúensubóluefni munu berast til landsins og reiknað er með að það dugi ágætlega.

Í dag mættu um tvö þúsund manns í bólusetningu.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.