Fótbolti

Orri og Óli Valur byrja úrslitaleikinn við Tékka

Sindri Sverrisson skrifar
Óli Valur Ómarsson átti góða innkomu gegn Tékkum í fyrri leiknum.
Óli Valur Ómarsson átti góða innkomu gegn Tékkum í fyrri leiknum. vísir/Diego

Nú klukkan 16 mætir Ísland liði Tékklands ytra í seinni umspilsleiknum um sæti á EM U21-landsliða karla í fótbolta. Byrjunarlið Íslands er klárt.

Íslenska liðið er 2-1 undir í einvíginu og þarf því á sigri að halda í dag. Sævar Atli Magnússon, sem skoraði eina mark Íslands í fyrri leiknum, er hins vegar í banni og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig út úr hópnum vegna sýkingar í tönn.

Í þeirra stað koma inn í byrjunarliðið þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, sem er laus úr banni, og Orri Steinn Óskarsson. Báðir eru þeir aðeins 18 ára gamlir en Kristian er miðjumaður Ajax og Orri sóknarmaður FC Kaupmannahafnar.

Þriðja og síðasta breytingin á byrjunarliði Íslands er svo sú að Óli Valur Ómarsson kemur í stað Atla Barkarsonar.

Byrjunarlið Íslands: 

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson

Vörn: Óli Valur Ómarsson, Ísak Óli Ólafsson, Róbert Orri Þorkelsson, Valgeir Lunddal Friðriksson.

Miðja: Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson, Kristian Nökkvi Hlynsson.

Sókn: Orri Steinn Óskarsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Dagur Dan Þórhallsson.

Leikurinn við Tékkland hefst klukkan 16 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.