Innlent

Þetta er upp­á­halds sund­laug Ís­lendinga

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

1.675 svör bárust í könnun Maskínu og af rúmlega hundrað sundlaugum landsins voru það þessar fimm sem röðuðu sér á toppinn; Árbæjarlaug með 6,6 prósent atkvæða, Laugardalslaug einnig, Lágafellslaug í Mosfellsbæ þriðja með 7,1 prósent, Sundlaug Kópavogs önnur með 7,4 prósent - og þá vann Sundlaug Akureyrar nokkuð öruggan sigur með 9,7 prósent atkvæða.

Sara Rut

„Heyrðu þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir og gaman að heyra, bara takk fyrir það,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.  

Hvað heldurðu að það sé sem landsmönnum líki við þessa laug?

„Ég hugsa til dæmis að rennibrautirnar hafa alltaf mikið aðdráttarafl og við erum með nokkuð mikla fjölbreytni,“ segir Elín.

Þá má í lokin geta þess að þegar litið er á efstu laugarnar nýtur Sundlaug Akureyrar samkvæmt könnuninni sérstaks stuðnings Framsóknarmanna; 13 prósent þeirra völdu hana uppáhalds. Miðflokksmenn eru hrifnastir af Kópavogslaug, Sósíalistar sækja í Laugardalslaug og Lágafellslaug er vinsælust hjá Flokki fólksins.

Sara Rut

Niðurstöður könnunar Maskínu í heild má svo nálgast hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Þetta eru heitustu pottarnir á höfuð­borgar­svæðinu

Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna.

Bestu köldu pottar höfuð­­borgar­­svæðisins af­hjúpaðir

Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.