Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:00 Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. Sprenging hefur orðið í vinsældum kaldra baða hér á landi síðustu ár - og nú er kaldur pottur í hverri einustu laug höfuðborgarsvæðisins. En hver er afstaða íbúa til þessara köldu potta sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur? Fréttastofa efndi til óformlegrar könnunar til að komast til botns í því. Þegar yfir lauk höfðu rúmlega 6.298 atkvæði borist í kosningu um besta kalda pottinn. Og hér eru þeir fimm bestu, samkvæmt hinni óformlegu könnun; í Sundlaug Seltjarnarness, Salalaug í Kópavogi, Sundhöll Reykjavíkur, Breiðholtslaug og, í fyrsta sæti með 832 atkvæði, í Ásgarðslaug í Garðabæ. Heildarútlistun á niðurstöðum má sjá neðst í fréttinni. Vísir/Sara Rut Þessi góða víma Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á Landspítala, segir að til að fá sem mest út úr kalda pottinum sé ákjósanlegt að vera ofan í í 5-10 mínútur og hitastig vatnsins skuli vera á bilinu 6-10 stig. Hann segir kælinguna virka mjög vel sem verkjameðferð og svo sé það andlega hliðin. „Það sem kuldinn gerir er að hann gefur okkur þessa náttúrulegu, góðu vímu. Sem stjórnast af því að líkaminn fer að framleiða endorfín og skemmtilegt efni sem heitir oxítósin í miklu magni,“ segir Björn. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði, yfirlæknir á Landspítala - og unnandi kaldra baða.vísir/arnar Þá hafi kuldinn klárlega jákvæð áhrif á brennslu líkamans, sé böðunum haldið til streitu í lengri tíma. „Og getur aukið á hraða efnaskiptanna og jafnvel hjálpað fólki að léttast,“ segir Björn Rúnar. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem eru hraustir, þ.e. ekki með undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma eða taugasjúkdóma, fari beint í heita pottinn eftir kælingu. Almennt er því þó beint til fólks að fara ekki of geyst í kælinguna heldur stíga varlega til jarðar og hlusta á líkamann. Halda í þann gamla þrátt fyrir niðurstöðurnar En víkjum nú aftur að óformlegri könnun fréttastofu. Á fjórða þúsund atkvæði bárust í kosningu um versta kalda pottinn. Og það var kaldi potturinn í Vesturbæjarlaug sem hreppti þann vafasama titil. Potturinn fékk 643 atkvæði, næstum tvöfalt fleiri en næsti pottur á eftir. Kaldi potturinn í Vesturbæjarlaug vann afgerandi sigur í óformlegri kosningu fréttastofu um versta kalda pott höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Arnar Þá má þó einnig geta þess að sami pottur var í 10. sæti af 18 í áðurnefndri könnun um bestu pottana. Og almenn ánægja ríkir um pottinn meðal gesta, að sögn Völu Bjarneyjar Gunnarsdóttur, forstöðukonu Vesturbæjarlaugar. „Svo er þetta að mér skilst einn fyrsti löglegi kaldi potturinn líka. Þannig að það má með sanni segja að þetta sé brautryðjandi í íslenskri pottamenningu. Þannig að við tökum þetta ekkert inn á okkur hérna.“ En gefa niðurstöðurnar tilefni til breytinga? „Ég held að við höldum bara í okkar gamla kalda pott. En hvað veit maður? Maður veit aldrei hvað verður,“ segir Vala. Í innslaginu efst í fréttinni er rætt við Björn Rúnar, fastagesti kalda pottsins í Ásgarðslaug og fleiri. Þá prófar fréttamaður þennan besta pott - og einnig þann „versta“ á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt áðurnefndri óformlegu könnun. Og hér fyrir neðan eru heildarniðurstöður óformlegrar kosningar lesenda Vísis um besta kalda pott höfuðborgarsvæðisins. Tölurnar tákna atkvæðafjölda en alls bárust 6.298 atkvæði. Ásgarðslaug 832 Breiðholtslaug 714 Sundhöll Reykjavíkur 706 Salalaug 622 Seltjarnarneslaug 531 Árbæjarlaug 512 Dalslaug 482 Laugardalslaug 354 Lágafellslaug 299 Vesturbæjarlaug 242 Sundlaug Kópavogs 195 Grafarvogslaug 185 Álftaneslaug 182 Suðurbæjarlaug 175 Ásvallalaug 95 Varmárlaug 86 Sundhöll Hafnarfjarðar 54 Klébergslaug 32 Sundlaugar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Sprenging hefur orðið í vinsældum kaldra baða hér á landi síðustu ár - og nú er kaldur pottur í hverri einustu laug höfuðborgarsvæðisins. En hver er afstaða íbúa til þessara köldu potta sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur? Fréttastofa efndi til óformlegrar könnunar til að komast til botns í því. Þegar yfir lauk höfðu rúmlega 6.298 atkvæði borist í kosningu um besta kalda pottinn. Og hér eru þeir fimm bestu, samkvæmt hinni óformlegu könnun; í Sundlaug Seltjarnarness, Salalaug í Kópavogi, Sundhöll Reykjavíkur, Breiðholtslaug og, í fyrsta sæti með 832 atkvæði, í Ásgarðslaug í Garðabæ. Heildarútlistun á niðurstöðum má sjá neðst í fréttinni. Vísir/Sara Rut Þessi góða víma Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á Landspítala, segir að til að fá sem mest út úr kalda pottinum sé ákjósanlegt að vera ofan í í 5-10 mínútur og hitastig vatnsins skuli vera á bilinu 6-10 stig. Hann segir kælinguna virka mjög vel sem verkjameðferð og svo sé það andlega hliðin. „Það sem kuldinn gerir er að hann gefur okkur þessa náttúrulegu, góðu vímu. Sem stjórnast af því að líkaminn fer að framleiða endorfín og skemmtilegt efni sem heitir oxítósin í miklu magni,“ segir Björn. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði, yfirlæknir á Landspítala - og unnandi kaldra baða.vísir/arnar Þá hafi kuldinn klárlega jákvæð áhrif á brennslu líkamans, sé böðunum haldið til streitu í lengri tíma. „Og getur aukið á hraða efnaskiptanna og jafnvel hjálpað fólki að léttast,“ segir Björn Rúnar. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem eru hraustir, þ.e. ekki með undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma eða taugasjúkdóma, fari beint í heita pottinn eftir kælingu. Almennt er því þó beint til fólks að fara ekki of geyst í kælinguna heldur stíga varlega til jarðar og hlusta á líkamann. Halda í þann gamla þrátt fyrir niðurstöðurnar En víkjum nú aftur að óformlegri könnun fréttastofu. Á fjórða þúsund atkvæði bárust í kosningu um versta kalda pottinn. Og það var kaldi potturinn í Vesturbæjarlaug sem hreppti þann vafasama titil. Potturinn fékk 643 atkvæði, næstum tvöfalt fleiri en næsti pottur á eftir. Kaldi potturinn í Vesturbæjarlaug vann afgerandi sigur í óformlegri kosningu fréttastofu um versta kalda pott höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Arnar Þá má þó einnig geta þess að sami pottur var í 10. sæti af 18 í áðurnefndri könnun um bestu pottana. Og almenn ánægja ríkir um pottinn meðal gesta, að sögn Völu Bjarneyjar Gunnarsdóttur, forstöðukonu Vesturbæjarlaugar. „Svo er þetta að mér skilst einn fyrsti löglegi kaldi potturinn líka. Þannig að það má með sanni segja að þetta sé brautryðjandi í íslenskri pottamenningu. Þannig að við tökum þetta ekkert inn á okkur hérna.“ En gefa niðurstöðurnar tilefni til breytinga? „Ég held að við höldum bara í okkar gamla kalda pott. En hvað veit maður? Maður veit aldrei hvað verður,“ segir Vala. Í innslaginu efst í fréttinni er rætt við Björn Rúnar, fastagesti kalda pottsins í Ásgarðslaug og fleiri. Þá prófar fréttamaður þennan besta pott - og einnig þann „versta“ á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt áðurnefndri óformlegu könnun. Og hér fyrir neðan eru heildarniðurstöður óformlegrar kosningar lesenda Vísis um besta kalda pott höfuðborgarsvæðisins. Tölurnar tákna atkvæðafjölda en alls bárust 6.298 atkvæði. Ásgarðslaug 832 Breiðholtslaug 714 Sundhöll Reykjavíkur 706 Salalaug 622 Seltjarnarneslaug 531 Árbæjarlaug 512 Dalslaug 482 Laugardalslaug 354 Lágafellslaug 299 Vesturbæjarlaug 242 Sundlaug Kópavogs 195 Grafarvogslaug 185 Álftaneslaug 182 Suðurbæjarlaug 175 Ásvallalaug 95 Varmárlaug 86 Sundhöll Hafnarfjarðar 54 Klébergslaug 32
Sundlaugar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira