Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 10:21 Fjölmargir óökuhæfir bílar úti í vegakanti á þjóðveginum nærri Möðrudal. Helga Björg Eiríksdóttir Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33