Innlent

Sprengi­sandur: Hand­takan, her­skyldan og Al­þýðu­sam­band Ís­lands

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Handtaka nokkurra manna í vikunni og meint áform þeirra um hryðjuverk gagnvart stofnunun ríkisins verður til umræðu á Sprengisandi klukkan 10 í dag. Alþingismennirnir Vilhjálmur Árnason, Helga Vala Helgadóttir og Arndís Kristínardóttir ræða málið.

Stríðið í Úkraínu virðist hafa snúist við á nokkrum vikum. Pútín hefur komið á herskyldu og kveður nú þúsundir vopnfærra manna í herinn. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, og Jón Ólafsson, sérfræðingur um málefni Rússa, fara yfir stöðuna.

Þá mætir Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og forstjóri fyrirtækis á byggingarmarkaði til leiks. Til umræðu verða áform ríkisins um uppbyggingu 35.000 íbúða á 10 árum. Þorsteinn segir mannfjöldatölurnar ekki standast skoðun.

Síðasti gestur þáttarins verður Halla Gunnarsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Staða samtakanna og innri ágreiningur verður til umræðu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.