Innlent

Sprengi­sandur: Hand­takan, her­skyldan og Al­þýðu­sam­band Ís­lands

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Handtaka nokkurra manna í vikunni og meint áform þeirra um hryðjuverk gagnvart stofnunun ríkisins verður til umræðu á Sprengisandi klukkan 10 í dag. Alþingismennirnir Vilhjálmur Árnason, Helga Vala Helgadóttir og Arndís Kristínardóttir ræða málið.

Stríðið í Úkraínu virðist hafa snúist við á nokkrum vikum. Pútín hefur komið á herskyldu og kveður nú þúsundir vopnfærra manna í herinn. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, og Jón Ólafsson, sérfræðingur um málefni Rússa, fara yfir stöðuna.

Þá mætir Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og forstjóri fyrirtækis á byggingarmarkaði til leiks. Til umræðu verða áform ríkisins um uppbyggingu 35.000 íbúða á 10 árum. Þorsteinn segir mannfjöldatölurnar ekki standast skoðun.

Síðasti gestur þáttarins verður Halla Gunnarsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Staða samtakanna og innri ágreiningur verður til umræðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×