„Með því ljótara sem maður sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 18:12 Hann mun blása á morgun. Veðurstofan Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan. Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan.
Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27