Tónlist

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Elton John og Britney Spears sitja í fyrsta sæti íslenska listans.
Elton John og Britney Spears sitja í fyrsta sæti íslenska listans. Instagram @eltonjohn

Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.

Elton John hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarlífinu að undanförnu með poppuðum endurgerðum af gömlum smellum frá sér. Má þar nefna að samstarf hans við söngkonuna Dua Lipa sló í gegn en þau gáfu út lagið Cold Heart sem sat margar vikur í fyrsta sæti á FM957.

Glöggir hlustendur vita að lagið er endurgerð á Tiny Dancer sem Elton John gaf út árið 1971 og er eitt af hans allra vinsælustu lögum. Popp prinsessan Britney Spears var ekki lengi að slá til að vinna þetta með honum en þetta er fyrsta lag sem hún sendir frá sér í sex ár og einnig fyrsta lag sem hún sendir frá sér eftir að hún endurheimti forræði yfir sjálfri sér.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×