Lífið

Kanye biður Kim afsökunar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kanye og Kim árið 2019 þegar allt lék í lyndi.
Kanye og Kim árið 2019 þegar allt lék í lyndi. Getty/Mark Sagliocco

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.

Kim sótti um skilnað í febrúar á síðasta ári en þá hafði Kanye átt við geðræn vandamál að stríða í dágóðan tíma. Þau höfðu þá verið gift í sjö ár og eignast saman fjögur börn, North, Saint, Psalm og Chicago.

Kanye hefur reglulega látið Kim heyra það í gegnum samfélagsmiðla síðan þau skildu. Á meðan Kim var í sambandi með grínistanum Pete Davidson gerði Kanye óspart grín af Pete. Þegar Kim og Pete hættu saman birti Kanye andlátstilkynningu um Pete, sem hann ávallt kallaði „Skete“.

Í gærmorgun var Kanye í viðtali hjá Good Morning America þar sem hann bað Kim afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni síðan þau skildu.

„Þetta er móðir barnanna minna og ég bið hana afsökunar fyrir það stress sem ég hef valdið,“ sagði Kanye. „Ég vil að hún sé sem minnst stressuð og með heilum huga og eins róleg og hægt er til að ala þessi börn upp.“

Kanye hefur verið í deilum við yfirmenn fataframleiðandans Adidas upp á síðkastið en Kanye segir Adidas hafa framleitt föt eftir teikningum hans, án hans leyfi. Hann vill meina að hann sé í svipaðri stöðu með fötin hjá Adidas og með börnin sín. Hann hafi búið bæði til með öðrum en þurfi nú að horfa á aðra njóta hlutanna án hans.


Tengdar fréttir

Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian

Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.