Íslenski boltinn

Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrés Escobar í leik með Leikni í fyrra.
Andrés Escobar í leik með Leikni í fyrra. vísir/vilhelm

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar.

Þann 10. febrúar var Escobar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar og Escobar var í farbanni hér á landi þar til niðurstaða komst í mál hans. Það gerðist í dag þegar Landsréttur staðfesti fangelsisdóminn yfir honum. Escobar þarf að greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur og einnig allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega 3,1 milljón króna.

Lesa má dóm Landsréttar með því að smella hér.

Aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021 braut Escobar kynferðislega á konu á heimili hans. Samkvæmt dómnum hafði hann samræði við hana án samþykkis.

Á síðasta ári lék Escobar með Leikni í efstu deild. Hann lék alls átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann hefur komið víða við á ferlinum og var meðal annars um tíma á mála hjá Dinamo Kiev í Úkraínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.