„Eigum stóran séns á að gera vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2022 12:01 Kristian Nökkvi Hlynsson var markahæstur í íslenska liðinu í undankeppni EM 2023. stöð 2 sport Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. „Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira