Erlent

Hundruð hvala stranda við Tasmaníu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hvalirnir eru sirka 230 talsins.
Hvalirnir eru sirka 230 talsins. Getty/Huon Aquaculture

Um 230 grindhvalir hafa strandað á Ocean-ströndinni á Tasmaníu síðustu daga. Um helmingur þeirra er enn á lífi og verið er að vinna í því að koma þeim aftur í sjóinn.

The Guardian greinir frá þessu en þar er rædd við Karen Stockin sem er sérfræðingur í hvölum hjá Massey-háskólanum í Nýja-Sjálandi. Hún segir grindhvali vera mikil félagsdýr svo það sé eðlilegt að ef einn syndir of nálægt landi, þá fylgja honum hundrað aðrir.

Í gær strönduðu fjórtán búrhvalir við strendur Tasmaníu en ekki tókst að bjarga neinum þeirra. Þeir voru allir látnir þegar þeir fundust.

Búið er að vara fólk við því að fara og skoða líkin. Þá eru brimbrettakappar sérstaklega varaðir við að stunda íþróttina nálægt hvölunum þar sem líklegt er að hákarlar finni lyktina af hræjunum og geti ráðist á brimbrettakappana.

Fyrir nákvæmlega tveimur árum, þann 21. september árið 2020 strönduðu 470 grindhvalir við strendur Tasmaníu. Aðeins tókst að bjarga 110 þeirra.


Tengdar fréttir

Stærsti hval­reki í manna minnum í Ástralíu

Fleiri grindhvalir hafa fundist strandaðir við Tasmaníu, suður af Ástralíu, en í gær var greint frá því að grindhvalavaða með um 330 dýrum hefði fundist á áströlsku eyjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×