Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 21:25 Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hringrásar skar vindmylluna niður í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“ Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05