Vilja flytja Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 08:09 Einn flutningsmanna tillögunnar er Birgir Þórarinsson sem kjörinn var á þing fyrir Miðflokkinn á síðasta ári, en gekk fljótlega til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll. Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, en stofnunin er nú til húsa að Dalvegi í Kópavogi og eru starfsmenn 86 talsins. Í greinargerðinni segir að þrátt fyrir að það geti verið eitthvert óhagræði fyrir núverandi starfsmenn Útlendingastofnunar að starfsemin verði flutt út fyrir höfuðborgarsvæðið, þá sé Reykjanesbær skammt frá höfuðborgarsvæðinu „og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt til Reykjanesbæjar“. Vilja fjölga sérfræðistörfum í Reykjanesbæ Þingmennirnir benda á að mikill meirihluti opinberra stofnana sé á höfuðborgarsvæðinu og af því leiði að störf flestra stofnana standi í raun einungis íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða. „Með flutningi Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar væri tekið stórt skref í átt að því að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurnesjum er hlutfall háskólamenntaðra mun lægra en landsmeðaltal. Mikill meiri hluti starfa hjá Útlendingastofnun eru sérfræðistörf sem krefjast háskólamenntunar. Með flutningi stofnunarinnar til Reykjanesbæjar væri því sérfræðistörfum fjölgað og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu bætt,“ segir í greinargerðinni. Hátt hlutfall innflytjenda sem nýti þjónustuna Ennfremur segir að þar að auki búi fjöldi innflytjenda á Suðurnesjum sem nýti sér þjónustu stofnunarinnar, en um níu present íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna. „Þá er rétt að líta til þess að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd kemur til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og því er væri hentugt að stofnunin væri í meiri nálægð við flugvöllinn.“ Þingmennirnir vísa einnig í að í desember 2021 hafi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu verið fimm prósent á sama tíma og það hafi verið um tíu prósent í Reykjanesbæ. Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum frá í október 2021 sýni fram á að atvinnulíf á Suðurnesjum sé einhæft og framboð atvinnu takmarkað. „Þá kjósi margir íbúar svæðisins að starfa í Reykjavík þar sem fleiri möguleikar og fjölbreyttara úrval starfa sé í boði. Atvinnulífið í Reykjanesbæ er að miklu leyti háð flugsamgöngum og ferðaþjónustu og lítið er um sérfræðistörf á öðrum sviðum. Flutningur Útlendingastofnunar til sveitarfélagsins myndi því ótvírætt fela í sér nauðsynlega fjölbreytni vinnumarkaðarins á Suðurnesjum.“ Alþingi Stjórnsýsla Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, en stofnunin er nú til húsa að Dalvegi í Kópavogi og eru starfsmenn 86 talsins. Í greinargerðinni segir að þrátt fyrir að það geti verið eitthvert óhagræði fyrir núverandi starfsmenn Útlendingastofnunar að starfsemin verði flutt út fyrir höfuðborgarsvæðið, þá sé Reykjanesbær skammt frá höfuðborgarsvæðinu „og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt til Reykjanesbæjar“. Vilja fjölga sérfræðistörfum í Reykjanesbæ Þingmennirnir benda á að mikill meirihluti opinberra stofnana sé á höfuðborgarsvæðinu og af því leiði að störf flestra stofnana standi í raun einungis íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða. „Með flutningi Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar væri tekið stórt skref í átt að því að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurnesjum er hlutfall háskólamenntaðra mun lægra en landsmeðaltal. Mikill meiri hluti starfa hjá Útlendingastofnun eru sérfræðistörf sem krefjast háskólamenntunar. Með flutningi stofnunarinnar til Reykjanesbæjar væri því sérfræðistörfum fjölgað og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu bætt,“ segir í greinargerðinni. Hátt hlutfall innflytjenda sem nýti þjónustuna Ennfremur segir að þar að auki búi fjöldi innflytjenda á Suðurnesjum sem nýti sér þjónustu stofnunarinnar, en um níu present íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna. „Þá er rétt að líta til þess að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd kemur til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og því er væri hentugt að stofnunin væri í meiri nálægð við flugvöllinn.“ Þingmennirnir vísa einnig í að í desember 2021 hafi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu verið fimm prósent á sama tíma og það hafi verið um tíu prósent í Reykjanesbæ. Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum frá í október 2021 sýni fram á að atvinnulíf á Suðurnesjum sé einhæft og framboð atvinnu takmarkað. „Þá kjósi margir íbúar svæðisins að starfa í Reykjavík þar sem fleiri möguleikar og fjölbreyttara úrval starfa sé í boði. Atvinnulífið í Reykjanesbæ er að miklu leyti háð flugsamgöngum og ferðaþjónustu og lítið er um sérfræðistörf á öðrum sviðum. Flutningur Útlendingastofnunar til sveitarfélagsins myndi því ótvírætt fela í sér nauðsynlega fjölbreytni vinnumarkaðarins á Suðurnesjum.“
Alþingi Stjórnsýsla Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira