Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 19:46 Flestir Íslendingar hafa komið í Leifsstöð en ósennilegt er að margir hafi dvalið þar í heilar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira