Mbappé neitar að mæta í myndatöku franska landsliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:30 Kylian Mbappé er skærasta stjarna Frakklands. EPA-EFE/Marko Djurica Kylian Mbappé, leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain og ein aðalstjarna franska landsliðsins í fótbolta, hefur neitað að taka þátt í liðsmyndatöku með landsliðinu sem fram á að fara á morgun, þriðjudag. Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira