Innlent

Hand­tekinn eftir hnífs­tungu í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Hnífstungan átti sér stað í hvergi 105 í Reykjavík.
Hnífstungan átti sér stað í hvergi 105 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í Reykjavík eftir að sá hafði stungið annan mann með hníf.

Þetta kemur fram í dagbók lögregla þar sem farið er yfir verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, en ekki eru gefnar nánari skýringar á hvenær tilkynnt var um árásina.

Fram kemur að árásin hafi átt sér stað í hverfi 105 í Reykjavík. Hafi árásarmaðurinn verið handtekinn og gistir hann nú fangageymslu. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Í dagbók lögregu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í hverfi 107 í Reykjavík. Þar var árásarmaðurinn farinn af vettvangi og er málið í rannsókn.

Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Ennfremur segir ffrá því að maður hafi verið handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×