„Amma, maturinn stingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 14:11 Alls voru þrjár teiknibólur ofan í pokanum. Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023. Börn og uppeldi Matur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023.
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira