„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2022 12:01 Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“ Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira