„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. september 2022 22:32 Hér má sjá gatnamótin sem um ræðir. Stöð 2 Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir. Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir.
Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?