Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hallur Þór Sigurðarson skrifar 27. júní 2022 08:01 Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar