Innlent

Riddar­askjöldur Guðna af­hjúpaður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðni og Eliza standa hér með skjöldinn á milli sín.
Guðni og Eliza standa hér með skjöldinn á milli sín. Eliza Reid

Riddaraskjöldur Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, var afhjúpaður við hátíðalega athöfn í Riddarakapellu Friðriksborgarhallar í Kaupmannahöfn síðastliðinn mánudag. Guðni var sæmdur riddaraorðu fílareglunnar árið 2017.

Orðan er æðsta heiðursmerki danska ríkisins, en henni fylgir riddaraskjöldur sem er sérhannaður fyrir hvern orðuhafa.

Eliza Reid forsetafrú fjallar um skjöldinn í Facebook, og hvað merkin á honum tákna. Fyrst ber að nefna slagorðið sem birtist á latínu:

„Tibi ipsi estu fideles: Vertu sjálfum þér trúr.

*Bókin efst táknar þekkingu (og ást hans á bókum!)

*Mjölnir, hamar Þórs, hvílir á bókinni sem tákn um þrótt og hreysti (og auðvitað íslenskan menningararf).

*Öldurnar tákna hafið sem umlykur Ísland.

*Laufið af kanadíska hlyntrénu vísar til mín.

*Loks tákna akkerin fimm börnin sem eru jarðtenging Guðna,“ skrifar Eliza, og birtir mynd af sér og Guðna við skjöldinn umrædda.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×