Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 07:01 Flug Icelandair var að koma frá München í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39