Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Greint er frá atvikinu á vef Víkurfrétta en þar er rætt við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair. Flugvélin neyddist til að taka aukahring í loftinu og lenti skömmu síðar.
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að atvik hafi átt sér stað á flugvellinum í gær. Hann segir málinu hafa verið vísað til rannsóknarnefndar samgönguslysa og sé í skoðun innanhúss hjá Isavia, líkt og verkferlar gera ráð fyrir. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar um atvikið.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira