R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 06:27 R. Kelly var sakfelldur fyrir enn eitt kynferðisbrotið í gær. Getty/Antonio Perez Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49