Innlent

„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung.

Hið tímabundna fjárfestingarátak í kvimyndagerð var liður í áætlun stjórnvalda til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir fjárfestingarátakið hafa verið mikla lyftistöng fyrir greinina. Hún hafi aftur á móti átt von á að það myndi vara lengur.

„Gerð kvikmynda er mjög flókin, hvert verkefni tekur langan tíma þannig að við þurfum alltaf að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika, eða greinin, en þetta er frumvarp og við sjáum hvernig fer.“

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir rúmum milljarði til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljón til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar upp á rúmar 50 milljónir kr.

Laufey segir þessi áform, eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi, aðeins þýða eitt.

„Í rauninn þá erum við komin aftur til þess sem var árið2019. En til dæmis fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað þá er þetta í rauninni unnið mjög langt fram í tímann, hvert verkefni. Fjármögnun og slíkt tekur langan tíma en þá þarf í rauninni að skrúfa aðeins til baka og slá ýmsu á frest, bara eins og gengur og gerist þegar það er niðurskurður. Það verða bara færri verkefni og mögulega með minni stuðningi en við vitum það ekki. Það er bara útfærsluatriði,“ segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.


Tengdar fréttir

Stjórn­völd fresta fjár­festingar­á­taki í kvik­mynda­gerð

Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna.

Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×