Innlent

Hlynnt leigu­þaki og -bremsu sama hvaða stjórn­mála­flokk það kýs

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sama hvaða flokk fólk myndi kjósa virðist það hlynnt leigubremsu og leiguþaki. Myndin er samsett.
Sama hvaða flokk fólk myndi kjósa virðist það hlynnt leigubremsu og leiguþaki. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm, Maskína

Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili.

Myndin sýnir viðhorf fólks til leiguþaks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa. Niðurstöðurnar frá vinstri eru á skalanum mjög hlynnt(ur) til mjög andvíg(ur).Maskína

Leiguþak sé síðan eins og heitið gefi til kynna þegar hámarksverð á leiguhúsnæði sé gefið út miðað við stærð, gæði og staðsetningu húsnæðis. Niðurstöður könnunarinnar leiði í ljós að 71 prósent þjóðarinnar sé hlynntur leiguþaki.

Á tölunum frá Maskínu megi sjá að sama hvort fólk sé flokkað eftir landshlutum, tekjum, aldurshópum, kynjum, menntun eða hvaða flokka það myndi kjósa sé meirihlutinn hlynntur leigubremsu og leiguþaki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×