Innlent

Vill sameina ASÍ að baki sér

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag.
Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag. vísir/samsett/vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess.

Fram­tíð Al­þýðu­sam­bandsins er ó­ljós um þessar mundir eftir gríðar­lega storma­samt tíma­bil sem endaði með af­sögn for­setans Drífu Snæ­dal.

Stærsta aðildar­fé­lag sam­bandsins er VR - sem í­hugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og for­maðurinn hefur oft velt upp.

„Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver að­koma okkar að Al­þýðu­sam­bandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfs­son.

Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til for­seta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur megin­val­kostum - draga sig út úr sam­bandinu eða sækjast for­ystu innan þess.

Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku sam­tali við for­ystu­menn og fé­laga annarra aðildar­fé­laga um fram­tíðina.

„Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitt­hvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upp­runa­lega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljót­lega,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir þetta lykil­spurningu. Ef fé­lögin séu til­búin að fara í al­vöru um­bóta­starf innan ASÍ og gera það að sterku sam­einuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í em­bættið.

„Ef að það er ekki til staðar, hugar­farið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn á­huga á að eyða miklum tíma í Al­þýðu­sam­bandið,“ segir Ragnar Þór.

„En ef það er vilji til þess, raun­veru­legur vilji til að rífa þetta upp og gera eitt­hvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verk­efni en það kemur í ljós mjög fljót­lega.“

Hann hefur raunar sett sér tíma­mörk. Á fimmtu­daginn verður hann búinn að taka endan­lega á­kvörðun um hvort hann ætli fram til for­seta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum mark­miðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.