Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 21:13 Ummæli Sólveigar Önnu í dag hafa vakið hörð viðbrögð. Vísir/Vilhelm Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent