Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:25 Með breyttu loftlsagi er hætta á aukinni tíðni náttúruhamfara. Vísir/RAX Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“ Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“
Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30