Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:25 Með breyttu loftlsagi er hætta á aukinni tíðni náttúruhamfara. Vísir/RAX Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“ Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“
Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30