Innlent

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Árni Sæberg skrifar
Þór er á leiðinni norður.
Þór er á leiðinni norður. Vísir/Vilhelm

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Í dag var haldinn stöðufundur með viðbragðsaðilum sem málið varðar og farið yfir stöðuna. Engar sérstakar breytingar hafa orðið en talsverð skjálftavirkni er enn á svæðinu, að því er segir í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. 

Frá miðnætti hafa 24 skjálfar af stærðinni þrír eða stærri mælst á svæðinu. Þeir hafa fundist allt inn til Akureyrar.

Óþægilegt að vera í nánd við upptökin

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið í sambandið við íbúa í Grímsey vegna stöðunnar og hefur komið fram að þeir finna vel fyrir skjálftunum en eru almennt rólegir yfir stöðu mála þó svo að það sé ávallt óþægileg tilfinning að vera í slíkri nánd við upptökin og að vera svona afskekkt ef að eitthvað skyldi koma uppá,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Varðskipið Þór mun koma á svæðið næstu nótt og vera íbúum eynnar innan handar. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að um borð í Þór sé átján manna þrautþjálfuð áhöfn sem get­i sinnt ýms­um verk­efn­um sem kunna að koma upp. Skipið verði til taks fyr­ir norðan eins lengi og þörf þykir, en staðan verði tek­in aft­ur á mánu­dag. 


Tengdar fréttir

Hundruð jarð­­skjálfta mælst síðan á mið­­nætti

Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Hundruð jarð­­skjálfta mælst síðan á mið­­nætti

Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna

Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.

Skjálfti rúmlega fjórir að stærð austur af Grímsey

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í dag varð skjálfti 4,1 að stærð sextán kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar hafa borist frá fólki á Akureyri og Siglufirði sem fann fyrir skjálftanum.

Fögnuðu því að finna jarð­skjálfta­krafta í fyrsta skipti

Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum.

Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.