Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í dag varð skjálfti 4,1 að stærð sextán kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar hafa borist frá fólki á Akureyri og Siglufirði sem fann fyrir skjálftanum.
Nokkrir eftirskjálftar yfir þrír að stærð hafa fylgt í kjölfar stóra skjálftans en allir eru þeir hluti af hrinu sem hófst í gærmorgun.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að rúmlega 2.500 skjálftar hafi mælst í kringum Grímsey síðan hrinan hófst, sá stærsti í gærmorgun. Sá mældist 4,9 að stærð.
Engin merki eru um gosóróa á svæðinu en hrinur á þessum slóðum eru algengar þar sem flekaskil liggja á þessu svæði.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira