Veiddi lax nokkur sumur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 14:58 Hér má sjá Karl III Bretakonung við veiðar í Ballater nærri Balmoral-höll í Skotlandi. Hann lagði leið sína til Íslands nokkrum sinnum á árum áður til að veiða hér lax. Getty/Julian Parker Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum. Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum.
Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira