Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 14:06 Yfirlýsingin er sú þriðja sem ríkisstjórinn Kathy Hochul gefur út á þessu ári, áður vegna kórónuveirunnar og síðar apabólunnar. Getty/Platt Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20