Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 16:02 Tvær sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins. Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð. Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð.
Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira