Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2022 11:50 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra segir enn verið að yfirheyra fólk vegna árásar á Blönduósi þar sem tvö létust í síðasta mánuði. Rannsóknin sé viðamikil og allir fletir málsins þar á meðal aðdragandinn. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21
Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14
Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59