„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. september 2022 15:01 Kristín Davíðsdótti, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Vísir/Egill Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna. Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira