Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2022 08:31 Paul Pogba og Kylian Mbappé eru burðarstólpar í franska landsliðinu sem á titil að verja á HM í Katar. getty/Laurence Griffiths Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira