Fraser hefur verið fjarlægur sviðsljósinu síðustu ár en hann hafði ekki fengið stórt hlutverk í Hollywood síðan árið 2013. Hann greindi frá því árið 2018 að honum hafi verið bolað úr Hollywood eftir að hafa greint frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association.
Fraser fékk aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Darren Aronofsky, The Whale, þar sem hann leikur hinn 270 kílóa Charlie sem er í hjólastól og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni.
Myndin sló í gegn og klöppuðu áhorfendur stanslaust í átta mínútur eftir að sýningunni lauk. Það virtist sem að Fraser væri afar ánægður að vera mættur aftur á hvíta tjaldið og felldi hann tár.
The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl
— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022
Von er á The Whale í kvikmyndahúsum í desember á þessu ári en talið er að myndin gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og að Fraser gæti einnig fengið verðlaun á hátíðinni fyrir leik sinn.
Kvikmyndin Tár eftir Todd Field var einnig frumsýnd á hátíðinni en Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og gerði Hildur Guðnadóttir tónlistina. Talið er að Hildur gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir myndina.