Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2022 11:37 Björgvin Franz verður Billy Flynn. Aðsent Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Akureyri Jákastið Menning Leikfélag Akureyrar Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Akureyri Jákastið Menning Leikfélag Akureyrar Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30
„Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00
„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00