„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 17:36 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30