Lítil virkni er á Reykjanesskaga og gosórói mælist ekki lengur en samkvæmt almannavörnum hætta björgunarsveitir nú gæslustörfum á svæðinu.
Gæslan mun þó ekki verða að engu en teymi lögreglumanna og sjúkraflutningamaður hafi sinnt verkefnum á svæðinu án vandkvæða. Þar að auki muni landverðir frá Umhverfisstofnun hefja störf eftir helgi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu samhæfingarstöðvar almannavarna
Undanfarna viku hafi eitt þúsund til fimmtán hundruð manns heimsótt svæðið daglega en gestum sé ekki heimilt að ganga á hrauninu. Þar er litið til almannavarnalaga ásamt laga um náttúruvernd.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira