Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 15:25 Ragnar Þór og Halldór Benjamín voru sammála um að þeir ættu sameiginlegan óvin sem er verðbólgan. Þeir ræddu komandi kjarasamninga og voru báðir bjartsýnir á að samningsaðilum tækist að semja. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira