Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 15:25 Ragnar Þór og Halldór Benjamín voru sammála um að þeir ættu sameiginlegan óvin sem er verðbólgan. Þeir ræddu komandi kjarasamninga og voru báðir bjartsýnir á að samningsaðilum tækist að semja. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira