Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 15:59 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu. Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás. Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás.
Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði