Lífið

Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðstandendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi helgu vildu að íbúar í Árneshreppi fengju að sjá myndina á undan öðrum.
Aðstandendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi helgu vildu að íbúar í Árneshreppi fengju að sjá myndina á undan öðrum.

Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. 

Árneshreppur er sögusviðið í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu sem verður frumsýnd á föstudag. Það var því vel við hæfi að gefa heimamönnum sérstaka forsýningu um helgina. 

Fullt var út úr dyrum í félagsheimilinu í Trékyllisvík enda ekki á hverjum degi sem þar eru bíósýningar. Leikstjóri, höfundur og aðalleikarar mættu og sýninguna sem var hin besta upphitun fyrir frumsýningu næstu helgi.

Kvikmyndin, byggð á hinni vinsælu skáldsögu Bergsveins Birgissonar, er í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og í aðalhlutverkum eru þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Hera Hilmarsdóttir og Aníta Bríem.

Tökur á myndinni fóru fram árið 2020 á Ströndum og því ánægjulegt fyrir Ásu Helgu, Heru, Þorvald og aðstandendur myndarinnar að snúa aftur með fullbúna kvikmynd fyrir heimamenn sem margir hverjir lögðu hönd á plóg með ýmsum hætti á meðan á tökum stóð. Bergsveinn Birgisson, sem búsettur er á þessum slóðum, var einnig mættur.

Svar við bréfi Helgu er frumsýnd þann 2. september næstkomandi og miðasala hafin hér. Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stikluna fyrir myndina Svar við bréfi Helgu.


Tengdar fréttir

Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×