Erlent

Hollenskur sér­sveitar­maður lést af sárum sínum eftir skot­á­rás í Banda­ríkjunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hollenski sérsveitarmaðurinn lést af sárum sínum en kollegar hans eru enn inniliggjandi á sjúkrahúsi.
Hollenski sérsveitarmaðurinn lést af sárum sínum en kollegar hans eru enn inniliggjandi á sjúkrahúsi. Getty/Raymond Boyd

Hollenskur sérsveitarmaður er látinn eftir að hann særðist alvarlega í skotárás fyrir utan hótel, sem hann dvaldi á, í Indianapolis í Bandaríkjunum fyrir þremur dögum síðan. 

Frá þessu greinir hollenska utanríkisráðuneytið. Maðurinn var staddur í Bandaríkjunum ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum úr hernum við æfingar. Allir þrír særðust í árásinni sem varð utan vinnutíma þeirra á föstudag. 

Kollegar hans tveir eru ekki taldir í lífshættu en þeir eru enn á sjúkrahúsi. Lögreglan í Indianapolis hefur málið til rannsóknar en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Lögreglumaður í Indianapolis sagði í samtali við Fox 59 á laugardag að svo virðist sem hollensku hermennirnir hafi lent í átökum fyrr á föstudag en fjarri hótelinu þeirra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×