Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2022 10:05 Mikið var fjallað um ástarmál Simons í norrænum fjölmiðlum á sínum tíma. Atuagagdliutit/Tímarit.is Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma. Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma.
Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira